IS EN

 

Aðstöður

Á Kerlingarfjöllum er nú boðið uppá gistingu í nýju húsi þar sem eru 20 tveggja manna herbergi þar sem í hverju herbergi er bæði WC og sturta. Ennfremur eru 12 hús í útleigu fyrir litla og stóra hópa. Í boði er gisting í uppábúnum rúmum ásamt því að hægt er að vera í svefnpokaplássi. Heildargistirými er um 90 manns en auk þess er mikið pláss á tjaldsvæðinu.