Kerlingarfjöll eru sannkölluð náttúruperla fyrir allt útivistarfólk. Þangað er hægt að komast allan ársins hring á fjórhjóladrifsbílum, en við góðar aðstæður er hægt að komast á öllum bílum. Kerlingarfjöll hafa verið notuð sem tökustaður í nokkur skipti. Umhverfið er glæsilegt og önnur aðstað fyrir starfsfólk er mjög góð. Matseðilinn er hægt að sníða að þöfum hvers og eins og eftir eril dagins er hægt að fá sér einn léttan á barnum. Síðasta verkefni sem var tekið í Kerlingarfjöllum er var "Dude, you're screwed" og hluti af Survival seríu sem sýnd er á Discovery. Þessi þáttur var tekinn upp á í lok vetrar 2012. 05.12.2013 Hérna kemur upplýsingasíða um frumkvöðlana og uppbygginguna í Kerlingarfjöllum. Þessi síða er í vinnslu. Hálendið á sunnanverðum kili er í 500 – 700 M hæð yfir sjávarmáli, en á þessu svæði milli Hofsjökuls og Langjökuls rísa nokkur fjöll upp úr landslaginu. Á vestanverðum Kili eru þetta stök fjöll eins og Kjalfell og Rjúpnafell, en á austanverðum Kili er það fyrst og fremst Fjallklasinn Kerlingarfjöll sem setur svip sinn á umhverfið. Kjölur er hluti af íslenska móbergssvæðinu og almennt eru fjöllin þar móbergsstapar sem orðið hafa til við gos undir jökli. Kerlingarfjöll mynduðust við gos í samnefndri megineldstöð á síðari hluta og undir lok síðustu ísaldar. Eldstöðin er e.t.v. virk ennþá þó ekki hafi hún gosið á nútíma en sú staðreynd að megin gosefnið í síðustu eldgosunum er líparít bendir til þess að það sé farið að styttast í að eldstöðin verði óvirk. Landslagið er fjölbreytt, bæði af lögun og lit og má fullyrða að fá svæði hérlendis jafnist á við Kerlingarfjallasvæðið hvað þetta varðar. Lögun fjallanna segir sína sögu sum flokkast sem eldkeilur, önnur sem stapar, en þess má geta að fjallið Snækollur er meðal fimm þekktustu eldkeila á Íslandi, skammt þar frá stendur annað fjall, Loðmundur sem er með formfegurri móbergsstapa landsins. Fullyrða má að þeirra bíði veisla sem fjöllin sækja heim og kunna að meta fallega og fjölbreytta náttúrur. Litbrigði, litir, landslag, með fjöllum, dölum, tindum og giljum bíður og ekkert eftir en að mæta á staðinn og bera sig eftir björginni. Leiðin í Kerlingarfjöll liggur um Kjalveg en af honum er 9 Km akstur eftir vegi 347 í Ásgarð í Kerlingarfjöllum, skammt frá veginum liðast áin Jökulfall, sem á upptök sín í Hofsjökli, en hún hefur náð að grafa stílhreint gljúfur í landslagið, sem virkilega er þess virði að skoða og þegar vegurinn endar má jafnvel ganga upp með ánni í átt að jökulröndinni þar sem Skuggafoss bíður. F347 en þaðan má aka eftir jeppaslóða upp á fjallið Keis, en af því er þægilegt göngufæri í Hveradali og eins á fjöllin Fannborg og Snækoll. Hveradalir eru eitt af þremur skilgreindum háhitavæðum í Kerlingarfjöllum, en þar gefur að líta gufu- og leirhveri og er útstreymi þeirra blandað brennisteini. Við hverina myndast hveraleir og allt berg er sundursoðið. Þar sem jökultungur ganga niður í dali hafa hverirnir sumstaðar brætt frá sér ísinn og myndað tilkomumiklar hvelfingar, íshella eða íshamra. Einnig vex í kringum hverina mjög sérstæður gróður. Marglitur hveraleirinn, gufumökkurinn, líparítfjöllin, jökultungurnar og gróðurvinjar inn á milli búa þarna til fjölbreytni og litaauðgi sem gerir svæðið engu líkt. Yfir svæðinu tróna fjöllin, má þar nefna Fannborg, Hveradalahnjúk og Mæni sem eiga það sameiginlegt að vera talin hluti af barmi eldstöðvar eða gígs sem átti meginþáttinn í myndun fjallanna. Fannborg er þeirra hæst yfir 1400 M og af Fannborg má ganga á Snækoll, sem er 1480 Metrar, en af því er víðsýni til hafs fyrir sunnan og norðan land. Fáir ef einhver staður á Íslandi státar af slíku víðsýni. Kerlingarfjöll eru skammt í suðvestur frá Hofsjökli, á vatnaskilum Hvítár og Þjórsár. Þau eru þyrping strókmyndaðra tinda og eggja sem ná yfir u.þ.b. 150km2 svæði. Fjöllin sjást mjög langt að og eru hæstu tindarnir í um 1500m hæð yfir sjó. Ásgarðsá og Kisa mynda mikil árskörð í gegnum fjöllin og kljúfa þau í tvo megin hluta, austur- og vesturfjöll. Mikið jarðhitasvæði er á söðlinum milli ánna. Jöklar eru einnig á svæðinu og er flatarmál þeirra um 8km2. Jökulsporðar og fannir eru víða í dalhosum, skörðum og giljum og uppúr þeim gnæfa tindar. En fjöllin eru með fjölda af tindum, gnípum, eggjum, snarbröttum skriðum og röðlum, tætt sundur með dölum, gljúfrum og botnum. Á Austurfjöllunum er hæsti og hrikalegasti hluti svæðisins. Hæstu tindarnir eru Loðmundur, 1432m og Snækollur, sem er hæstur 1477m. Sagt er að ofan af Snækolli sé, í góðu skyggni, hægt að sjá til hafs bæði í suðri og norðri. Á vesturfjöllunum ber hæst, tindana Ögmund 1352m og Hött 1295m Bílferðir hófust á Kili í kjölfar þess að Hvítárbrúin var byggð árið 1933, en á árunum þar á eftir fikruðu menn sig á bílum í átt að Hveravöllum. Bílfært varð í Kerlingarfjöll árið 1936. Árið 1937-38 byggði Ferðafélag Íslands skála í Ásgarði, en það er annað í röð hálendishúsa sem Ferðafélagið byggði. Árið 1961 hófu menn að kanna möguleika skíðaiðkunar í Kerlingarfjöllum. Fór þar fremstur í flokki Valimar Örnólfsson. Á framhaldi af því hóf félagið Fannborg ehf starfsemi árið 1963, eftir að gengið hafði verið frá samningi við hreppsnefnd Hrunamannahrepps um afnot af svæðinu. Fannborg byggði síðan upp öfluga starfsemi í Ásgarði, gisti- og mötuneytisaðstoðu, vatnsveitu, rafveitu, fráveitur, heita potta, skíðalyftur, vegi og annað sem til þurfti vegna starfseminnar. Á dag hefir skíðaiðkun lagst af sökum breytinga í snjóalögum að sumri til, og því lögð áhersla á gönguferðir og aðra útivist. Tilurð möttulstróksins undir Íslandi og lega flekamótanna eru áhrifavaldar í sköpun og myndun eldfjallaeyjunnar Íslands. Flekamótin, sem skilja ameríska og Evrópuflekana að liggja frá Reykjanesi til Norðausturs. Möttulstrókurinn er meint hringiða hægfljótandi massa möttulsins sem flytur varmaorkuna frá Kjarna að Jarðskorpunni. Sameiginlega eru þessi öfl sterkari en veðrunaröflin N Atlantshafinu og því er Ísland til. Lega flekamótanna er í meginatriðum í SV- NA stefnu, en kraftar heita reitsins hafa þó afmyndað brotlínuna og hliðrað til á pörtum. Frá Suðvestri liggur nokkuð heilstæð lína frá Reykjanesi að og undir Langjökli og þaðan til Austurs undir Kili og Hofsjökli. Sér þessa víða merki á Kjalarsvæðinu, enda verður það að teljast með áhugaverðari svæðum landsins hvað þessa hluti varðar. Sýnileg ummerki í nágrenninu eru til dæmis fjallgarðurinn Jarlhettur, sem reyndar er um 40 Km í suðvestur frá Kerlingarfjöllum í útjaðri Langjökuls. Fá fjöll sýna betur legu flekamótanna en Jarlhettur en í Kerlingarfjöllum má þó benda á hliðstæðu sem er fjall sem ber nafnið Tindur. En það er fleira sem minnir á myndunarsöguna og samspil flekamóta og möttulstróks, en það er hve afgerandi mynsturbreyting er á landinu sitt hvoru megin við hæsta hluta Kjalar, eða þar sem austur-vestur telst vera. Norðan þessarar línu liggja meginlinur landslagsins nálægt því að vera í N-S stefnu en sunnan í SV-NA stefnu. Vegna legu sinnar, hæðar yfir umhverfið og nálægð við fyrrnefndar brotalínur, þá bjóða Kerlingargfjöll upp á frábært útsýni yfir Kjalarsvæðið og jafnframt frábært tækifæri til að skoða hvernig lesa má úr landslaginu, þau einkenni sem jarðfræðibækurnar fjalla um. Fátt er áhugaverðara en að sitja Norðvesturhorni Fannborgar og gaumgæfa þessa þætti. Nærumhverfið einkennist svo af því að Kerlingarfjöll mynduðust við röð eldgosa úr samnefndri megineldstöð á síðari hluta og undir lok síðustu ísaldar. Eldgosin voru væntanlega jafn mismunandi og þau voru mörg, bæði hvað varðar lengd og magn gosefna. Lega fjallanna sem eftir stendur segir síðan til um þykkt Ísaldarjökulsins á gostímanum. Þannig bendir lögun Loðmundar til þess að jökulyfirborðið hafi verið milli 1300 og 1400 M yfir sjávarmál, hæð og lögun Snækolls, Fannborgar og Ögmundar benda hinsvegar til hærri yfirborðsstöðu jökulsins þegar þessi fjöll mynduðust. Inn á milli þessara fjalla er síðan Höttur, einn fárra móbergsstapa sem hafa náð upp fyrir yfirborð jökulsins án þess að basaltmyndun hafi átt sér stað. Eftirstöðvar þeirra eldsumbrota sem fjöllin mynduðu eru svo háhitasvæðin þrjú Hverabotn, Efri Hveradalir og Hveradalir, en saman teljast þau vera þriðja öflugasta háhitasvæðið á hálendi íslands. Sérstaða Kerlingarfjallasvæðisins er staðsetningin, jarðsögulega ung fjöll sem ekki hafa ennþá mótast af ísaldarjöklum og fjölbreytni bergtegunda og jarðmyndana.
Fróðleikur
Tökustaður fyrir þætti og myndir | meira
Frumkvöðlarnir | meira
Almennar upplýsingar | meira
Hvar eru Kerlingarfjöll? | meira
Saga | meira
Jarðfræði | meira